April 23, 2025
23/4/2025

Viljayfirlýsing um lóð fyrir framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti

Kadeco hefur, ásamt Suðurnesjabæ og IðunniH2, undirritað viljayfirlýsingu um lóð í Bergvík fyrir mögulega framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti. Um er að ræða landsvæði í þeim hluta K64 Hringrásariðngarðsins sem er innan bæjarmarka Suðurnesjabæjar sem er með skipulagsvald en íslenska ríkið er landeigandi. Kadeco hefur í gegnum K64 þróunaráætlunina unnið að skipulagi og uppbyggingu á hringrásariðngarði í Helguvík og Bergvík í samstarfi við sveitarfélögin tvö á svæðinu.

Kadeco starfar samkvæmt samkomulagi um þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar og eru aðilar samkomulagsins sammála um virði þess að hafa framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti við flugvöllinn. Rafeldsneytisframleiðsla styður við hugmyndafræðina sem býr að baki K64 þróunaráætluninni og þeirri framtíðarsýn sem unnið er að við uppbyggingu á K64 Hringrásariðngarðinum, starfsemi flugvallarins og samkeppnishæfni Íslands. Tiltekin svæði í hringrásariðngarðinum henta mjög vel til hreinnar orkuframleiðslu.

Kadeco  og Suðurnesjabær lýsa vilja til að styðja við uppbyggingu á starfsemi eins og þeirri sem IðunnH2 leggur til, með fyrirvara um að skilyrði laga og reglugerða séu uppfyllt og að fyrirhugað deiliskipulag verði samþykkt. Er þar m.a. átt við um ákvæði laga um að lóðaúthlutun skuli fara fram á opinn og gagnsæjan hátt og að hagaðilum séu þar tryggð jöfn tækifæri.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?