December 18, 2024
18/12/2024

Nemendur Háaleitisskóla og ÞYKJÓ fagna hönnunarverðlaunum

Hönnunarteymið ÞYKJÓ heimsótti Háaleitisskóla á Ásbrú á mánudag og sagði nemendum frá verðlaununum sem þau hlutu fyrir verk sitt „Börnin að borðinu“ á Hönnunarverðlaunum Íslands árið 2024 í flokknum verk ársins. „Börnin að borðinu“ byggist á vinnusmiðjum með börnum og kennurum í Háaleitisskóla, sem leiddar voru og skipulagðar af ÞYKJÓ. Nemendur úr öllum árgöngum skólans tóku þátt í smiðjunum, þar sem þau kynntu sér rammaskipulag Ásbrúar og útfærðu hugmyndir sínar um uppbyggingu og þróun hverfisins með fjölbreyttum og skapandi hætti.

Vildi ÞYKJÓ deila verðlaununum með skólabörnunum enda voru það þau sem komu með hugmyndirnar og unnu frábær verk á grunni þeirra, sem nú nýtast við áframhaldandi skipulagsvinnu á Ásbrú. Nemendum var afhent verðlaunaskjal til að hengja upp í skólanum og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði nokkur orð um næstu skref. Meðal þess sem komið er á dagskrá út frá hugmyndavinnu nemenda er aparóla sem búið er að kaupa og verður fljótlega sett upp á Ásbrú, en aparóla var eitt af því sem börnin óskuðu eftir fyrir hverfið sitt.

Nemendur tóku við verðlaunaskjali til að hengja upp í Háaleitisskóla.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, ávarpaði nemendur og óskaði þeim til hamingju.
Hönnuðir ÞYKJÓ og nemendur settu upp kórónur í tilefni dagsins.

Lesa má nánar um Hönnunarverðlaun Íslands 2024 og verkefnið Börnin að borðinu á vef Hönnunarmiðstöðvar

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?