December 10, 2024
10/12/2024

Góðar umræður á opnum fundi um grænan iðngarð í Helguvík og Bergvík

Fimmtudaginn 5. desember buðu Kadeco, Reykjanesbær og Suðurnesjabær til opins fundar um grænan iðngarð í Helguvík og Bergvík. Fundurinn fór fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði og var vel sóttur.

Verkefnið er samvinnuverkefni Kadeco, Reykjanesbæjar, Reykjaneshafnar og Suðurnesjabæjar og miðar að því að í Helguvík og Bergvík verði starfrækt samhangandi athafna- og iðnaðarsvæði sem byggir á framsýni, nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhugsjón.

Fundarstjórn var í höndum Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra í Suðurnesjabæ sem einnig situr í bakhjarlahópi verkefnisins. Þá kynntu Bergný Jóna Sævarsdóttir og Elín Guðnadóttir frá Kadeco verkefnið ásamt því að segja frá nokkrum lykilverkefnum sem þróunarfélagið vinnur að þessa stundina. Bergný og Elín fóru yfir helstu áherslur í tengslum við grænan iðngarð sem miða meðal annars að því að á svæðinu skapist tækifæri fyrir fjölbreytni við val á starfsemi, að horft sé til hátæknistarfa, hringrásar og græns iðnaðar og að svæðið og fyrirtækin verði samkeppnishæf á alþjóðavettvangi.

Í kjölfar kynninga sköpuðust góðar og gagnlegar umræður meðal viðstaddra um verkefnið, áskoranir og tækifæri.

Ljóst er að græni iðngarðurinn er spennandi framtíðarsýn og gífurleg tækifæri eru fólgin í svæðinu og tengingum þess fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum. Lesa má nánar um verkefnið hér.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, var fundarstjóri.
Magnús Stefánsson ásamt Bergnýju Jónu Sævarsdóttur og Elínu Guðnadóttur frá Kadeco, en þær kynntu verkefnið og sögðu frá helstu áherslum.
Í kjölfar kynninga sköpuðust líflegar umræður með þátttöku fundargesta.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?