March 27, 2025
28/3/2025

K64 Hringrásariðngarður kynntur á MIPIM 2025

Kadeco kynnti K64 Hringrásariðngarðinn á alþjóðlegu MIPIM sýningunni í Cannes dagana 11.-14. mars. MIPIM er ein stærsta árlega ráðstefna fasteignaþróunarverkefna og þangað sækja meðal annars stærstu borgir heims, sveitarfélög, fjármálafyrirtæki, byggingarfyrirtæki, birgjar og ýmsir aðrir aðilar í skipulags- og byggingargeiranum á alþjóðavísu. Var Kadeco á Íslandssvæði á vegum Íslandsstofu ásamt aðilum frá öðrum þróunarfélögum.  


Elín R. Guðnadóttir yfirverkefnastjóri Kadeco og Bergný Jóna Sævarsdóttir sjálfbærnistjóri héldu erindi og stýrðu umræðum um K64 Þróunaráætlun með áherslu á  K64 Hringrásariðngarðinn. ​Út frá viðbrögðum viðstaddra var ljóst að mikill áhugi er á svæðinu og þeim tækifærum sem það býður upp á.


K64 Hringrásariðngarður er samstarfsverkefni Kadeco, Reykjanesbæjar, Reykjaneshafnar og Suðurnesjabæjar, sem hafa unnið saman að mótun framtíðarsýnar fyrir Helguvík og Bergvík. Markmið Hringrásariðngarðsins er að þar skapist tækifæri til að byggja upp vistvænt athafna- og iðnaðarsvæði með áherslu á hringrásarhugsun og samvinnu. Lesa má nánar um K64 Hringrásariðngarðinn hér.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?