Kjarnaverkefni Kadeco er að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu á landi við Keflavíkurflugvöll. Unnið er út frá heildstæðri þróunaráætlun fyrir svæðið, K64. Í þróunaráætlun K64 hafa verið skilgreind ákveðin áherslusvæði, þar sem uppbygging er talin geta skilað miklum árangri og haft ávinning í för með sér. Þróunaráætlunin nær fram til ársins 2050 og mun uppbygging þróunarreita eiga sér stað í áföngum yfir tímabilið.
Lesa má nánar um svæði í þróun hér fyrir neðan.