August 16, 2023
16/8/2023

Tækifærin á Suðurnesjum í umræðunni

Fjallað hefur verið um uppbyggingu og framtíðartækifærin á Suðurnesjum í ýmsum miðlum undanfarið. Hér að neðan má finna hlekki á áhugaverð viðtöl um samspil K64 og stækkunar Keflavíkurflugvallar, uppbyggingu fjölþættrar þjónustu við Aðaltorg í Reykjanesbæ og yfirferð yfir það sem er að gerast í Græna iðngarðinum í Helguvík.

Fagtímaritið Passenger Terminal World ræddi nýlega við þá Pálma Frey Randversson, framkvæmdastjóra Kadeco, og Brynjar Vatnsdal, deildarstjóra þróunardeildar Isavia, um samspilið milli stækkunar Keflavíkurflugvallar og K64, þróunaráætlunar Keflavíkurflugvallarsvæðisins. Lesa má viðtalið hér.

Þór Sigfússon, annar stofnenda Reykjanesklasans, fór yfir stöðu mála hjá Græna iðngarðinum í Helguvík í sjónvarpsfréttum Rúv. Smellið hér til að horfa.

Útvarpsþátturinn Sumarmál heimsótti Aðaltorg í Reykjanesbæ á dögunum og spjallaði við Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóra um uppbyggingu fjölþættrar þjónustu þar fyrir heimamenn og gesti. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?