March 10, 2021
10/3/2021

Spurningakönnun: Taktu þátt í að móta framtíðina með okkur

Kadeco, fyrir hönd íslenska ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia, stendur að alþjóðlegri samkeppni um þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll. Áætlunin nær til ársins 2050 og mun leggja grunn að þróunarkjarna fyrir samfélagið og atvinnulífið á Reykjanesi.

Við undirbúning samkeppninnar stendur Kadeco að samráði við helstu hagaðila. Mikilvægur hluti af því samráði er að óska eftir hugmyndum frá fólkinu sem þekkir svæðið best - þeim sem búa eða starfa á Reykjanesi.

Til þess að ná til þessa mikilvæga hóps hefur verið opnað fyrir spurningakönnun um verkefnið. Niðurstöður könnunarinnar verða meðal annars notaðar við undirbúning samkeppninnar sem fer á fullt skrið í maí.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á framtíðarþróun byggðarinnar við Keflavíkurflugvöll til þess að taka þátt og hjálpa okkur við að móta framtíð svæðisins.

Könnunin er aðgengileg hér.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?