Kadeco tók þátt í MIPIM 2024 í Cannes dagana 12.-15. mars ásamt fleiri fyrirtækjum undir merkjum Íslandsstofu. MIPIM er ein stærsta fjárfestingastefna heims þar sem saman koma fjárfestar, fasteignafélög, borgir, svæði og fjölbreytt flóra þjónustuaðila við fasteignageirann.
Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco hélt erindi ásamt Brynjari Vatnsdal frá Isavia, þar sem þeir sögðu frá K64 og uppbyggingu umhverfis Keflavíkurflugvöll ásamt stækkun og uppbyggingu flugvallarins. Eliza Reid forsetafrú flutti opnunarávarp, en hún fór fyrir íslensku sendinefndinni ásamt Unni Orradóttur Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi.
Íslenska sendinefndin á MIPIM í ár var sú stærsta til þessa, en alls tóku 16 fyrirtæki víðsvegar af landinu þátt og var þetta í fyrsta sinn sem Íslandsstofa er með sérstakt Íslandssvæði á ráðstefnunni.