November 29, 2021
29/11/2021

Framkvæmdaþing Heklunnar: Framtíðaruppbygging á Suðurnesjum

Kadeco tók þátt í framkvæmdaþingi Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, sem haldið var í Hljómahöll þann 25. nóvember. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, sagði frá ferlinu í kringum samkeppnisútboð Kadeco um tillögu að þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll og ræddi mikilvægi samstarfs aðila á svæðinu til að þróunarverkefni geti orðið að veruleika.

Stefnt er að mikilli uppbyggingu á Suðurnesjum á næstu árum, en á framkvæmdaþinginu voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári á vegum sveitarfélaganna á svæðinu, Isavia og Kadeco.

Erindi á framkvæmdaþinginu fluttu:

Davíð Viðarsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Sveitarfélagsins Voga.

Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar.

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.

Páll Svavar Pálsson, deildarstjóri verkfræðideildar Isavia.

Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.

Hægt er að horfa á upptöku af framkvæmdaþinginu hér:

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?