September 25, 2024
25/9/2024

Fánadagur Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Í dag, 25. september, er fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og er hann nú haldinn í annað sinn á Íslandi. Fánadagurinn hefur stækkað ár frá ári og eru þátttakendurnir hundruð fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga um allan heim og er Kadeco þar á meðal. Kadeco hefur verið þátttakandi í Suðurnesjavettvangi frá árinu 2019, svæðisbundnu samstarfi sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Verkefnið snýr meðal annars að því að efla atvinnulíf og styrkja innviði Suðurnesjanna í átt að sjálfbærri framtíð og eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi í þeirri vinnu. Lesa má nánar um Suðurnesjavettvang hér.

Fáni heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun fyrir utan skrifstofur Kadeco.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin gilda á tímabilinu 2016-2030 og snúa að því að skapa betri heim, meðal annars með því að ná tökum á loftslagsbreytingum, auka jöfnuð og útrýma sárafátækt. Tilgangur fánadags heimsmarkmiðanna er að minna á mikilvægi þess að við tökum öll þátt í að vinna að þeim.

Kadeco hvetur öll til þess að kynna sér heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og taka þátt í þessari vegferð. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu um heimsmarkmiðin.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?