April 20, 2021
20/4/2021

Ársskýrsla Kadeco og aðalfundur

Aðalfundur Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, var haldinn í dag, 20. apríl. Á fundinum var ársreikningur félagsins kynntur og ársskýrsla gefin út. Í stjórn Kadeco voru kjörin Steinunn Sigvaldadóttir, Elín Árnadóttir, Ísak Ernir Kristinsson, Einar Jón Pálsson og Kjartan Már Kjartansson, sem kom nýr inn í stjórn fyrir hönd Reykjanesbæjar í stað Reynis Sævarssonar. Reyni var þakkað fyrir vel unnin störf. Steinunn Sigvaldadóttir var kjörin formaður stjórnar og Ísak Ernir Kristinsson varaformaður.

Fjárfest í framtíðinni

Árið 2020 var fyrsta starfsár Kadeco í nýju hlutverki sem samráðsvettvangur íslenska ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia um framtíðarþróun lands við Keflavíkurflugvöll. Þar bar hæst undirbúningur alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll. Vinnan við samkeppnina hefur gengið vel og er búist við að úrslit verði kynnt í lok árs 2021. Fjárfesta skal í framtíðarþróun svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll með það að markmiði að skapa verðmæti fyrir Suðurnesin og Ísland í heild.

Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri: „Við hjá Kadeco horfum stolt til baka yfir árið 2020. Við þurftum að mörgu leyti að haga starfinu örðuvísi vegna heimsfaraldurs en nýttum tímann til undirbúnings samkeppni um þróunaráætlun fyrir svæðið sem við höfum umsjón með, með tilheyrandi samráði og samtali við fjölda aðila hérlendis og erlendis. Áhugi á verkefninu hefur verið framar björtustu vonum og hafa mörg af stærstu og virtustu fyrirtækjum heims á sviði skipulagsmála haft samband við okkur. Þessi mikli áhugi veitir okkur byr í seglin og við erum mjög bjartsýn fyrir áframhaldandi þróun þessa spennandi svæðis.“

Steinunn Sigvaldadóttir, stjórnarformaður: „Reykjanesið er lykilsvæði þegar kemur að efnahagsuppbyggingu þjóðarinnar. Með þróun og uppbyggingu fjölbreytts viðskiptaumhverfis er stefnan að tryggja efnahagslega seiglu svæðisins og stuðla að því að það verði alþjóðlega samkeppnishæft. Starfsfólk Kadeco hefur unnið metnaðarfullt starf við undirbúning á alþjóðlegri hönnunarsamkeppni fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll. Krafturinn og eftirvæntinginn fyrir komandi framtíð á þróunarsvæðinu leynir sér ekki.“

Ársskýrslu og ársreikning fyrir árið 2020 er að finna hér.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?