Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, greindi nýlega frá niðurstöðum úr alþjóðlegri samkeppni um heildstæða sýn fyrir þróun svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll. Framundan eru áform um mikla uppbyggingu á næstu áratugum, sem gæti haft gríðarleg efnahagsleg áhrif. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, settist niður með blaðamanni ViðskiptaMoggans og fór yfir stóru myndina í þessum framtíðaráformum.
Viðtalið birtist í ViðskiptaMogganum miðvikudaginn 16. febrúar 2022.