Keilir

Eitt fyrsta verkefni Kadeco var stofnun Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, en skólinn var stofnaður árið 2007. Undir regnhlíf Keilis starfa þrír skólar, Háskólabrú, Heilsuakademían og Menntaskólinn á Ásbrú. Keilir hefur byggt upp aðstöðu til að vera fyrirtækjum sem staðsetja sig á Ásbrú innan handar í tvíhliða samstarfi, þar sem fyrirtækin nýta þá þekkingu sem býr í nemendum og starfsfólki Keilis. Þannig fá fyrirtækin ekki bara aðgang að þekkingu heldur taka þau þátt í að skapa mannauð til að sækja þekkingu til.

Keilir er í eigu sterkra aðila úr atvinnulífi og samfélagi, en Háskóli Íslands er stærsti einstaki hluthafinn og eru þær greinar sem kenndar eru á háskólastigi hluti af námsframboði háskólans.  

Keilir hefur einsett sér að byggja upp námsmannasamfélag þar sem boðið er upp á vandað nám með áherslu á nútímalega og fjölbreytta kennsluhætti, bæði í staðnámi og fjarnámi. Áhersla er lögð á að skapa nemendum traust og gott námsumhverfi.

Nánari upplýsingar um Keili má finna á www.keilir.net

No items found.

Lóðir til úthlutunar

Um er að ræða leigulóðir í eigu Ríkissjóðs Íslands sem leigðar eru til 50 ára. Ársleiga lóðarleigu er 2% af fasteignamati lóðar fyrir atvinnuhúsnæði en 1,5 % af fasteignamati lóðar fyrir lóðir undir íbúðarhúsnæði, en þó að lágmarki 131,5 kr. pr. fermetra samkvæmt byggingarvísitölu desember 2023. Að öðru leyti gildir gjaldskrá Reykjanesbæjar.

Forleiga lóða

Samræmdar reglur gilda um heimildir Kadeco til að gera samkomulag um forleigurétt við leigutaka lóða á starfssvæði Kadeco, annars vegar í lóðarleigusamningum og hins vegar í sérstöku samkomulagi vegna aðliggjandi lóða. Lesa má nánar um verklagsreglur um forleigurétt hér.

Ertu með spurningar?