Kadeco hefur lóðir til leigu á athafnasvæði Tæknivalla á Ásbrú. Megináhersla er lögð á starfsemi sem tengist tækni og þróunarstarfi þar sem lítil hætta er á mengun, s.s. léttan iðnað, vörugeymslur, hreinleg verkstæði og umboðs- og heildverslun. Svæðið sjálft er í örum vexti og býður upp á ótal möguleika, steinsnar frá Keflavíkurflugvelli.
Um er að ræða leigulóðir í eigu Ríkissjóðs Íslands sem leigðar eru til 50 ára.