Ásbrú

Ásbrú er nýr bæjarhluti í Reykjanesbæ, sem byggist upp á fyrrum varnarsvæði bandaríska hersins við Keflavíkurflugvöll. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 4000 íbúum og yfir 2000 starfsmönnum hjá 300 fyrirtækjum. Reykjanesbær hefur ákveðið að Ásbrú verði næsta uppbyggingarhverfi í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir því að á Ásbrú geti risið allt að 14.000 íbúa hverfi á næstu 30 árum.

Hér er sett fram rammaskipulag fyrir Ásbrú í Reykjanesbæ. Rammaskipulagið byggir á skipulagsgreiningu og forsögn að rammaskipulagi fyrir Ásbrú, sem Alta vann fyrir Reykjanesbæ og Kadeco. Í rammaskipulaginu eru lagðar megin línur um landnotkun og samgöngukerfi, byggðarmynstur, landslagshönnun og mótun staðaranda fyrir Ásbrú til næstu 30 ára. Rammaskipulaginu fylgir skýrsla frá verkfræðistofunni COWI í Osló um fyrirkomulag blágrænna ofanvatnslausna, sem vísað er til í þessari greinargerð.

Nánari upplýsingar í ÁSBRÚ Rammaskipulag og Kynning á rammaskipulagi fyrir Ásbrú.

No items found.

Lóðir til úthlutunar

Um er að ræða leigulóðir í eigu Ríkissjóðs Íslands sem leigðar eru til 50 ára. Ársleiga lóðarleigu er 2% af fasteignamati lóðar fyrir atvinnuhúsnæði en 1,5 % af fasteignamati lóðar fyrir lóðir undir íbúðarhúsnæði, en þó að lágmarki 131,5 kr. pr. fermetra samkvæmt byggingarvísitölu desember 2023. Að öðru leyti gildir gjaldskrá Reykjanesbæjar.

Forleiga lóða

Samræmdar reglur gilda um heimildir Kadeco til að gera samkomulag um forleigurétt við leigutaka lóða á starfssvæði Kadeco, annars vegar í lóðarleigusamningum og hins vegar í sérstöku samkomulagi vegna aðliggjandi lóða. Lesa má nánar um verklagsreglur um forleigurétt hér.

Ertu með spurningar?