Um Kadeco

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.

Félagið var stofnað árið 2006 og hafði umsjón með og seldi þær eignir sem Bandaríkin afhentu Íslandi við brottför varnarliðsins. Þegar sölu húseigna var lokið hófst nýr kafli í sögu félagsins en sumarið 2019 undirrituðu ofangreindir aðilar viljayfirlýsingu um að vinna saman að heildstæðri stefnu og framtíðarsýn fyrir nágrenni Keflavíkurflugvallar. Kjarnaverkefni Kadeco er nú að leiða þetta samstarf um að auka virði svæðisins með markaðssetningu og þróun þeirra lykilsvæða sem skilgreind eru í þróunaráætlun.

Ný þróunaráætlun fyrir flugvallarsvæðið, K64, var kynnt í mars 2023. Kadeco hefur leitt vinnu við gerð áætlunarinnar í samstarfi við fjölda aðila bæði innlenda og erlenda. Þróunaráætluninni er ætlað að vera drifkraftur til aukinnar atvinnustarfsemi á svæðinu og styrkja Reykjanesið sem aðlaðandi stað fyrir fólk til að búa á, starfa og heimsækja. Þar eru gríðarleg tækifæri, bæði í að efla flugvallartengda starfsemi en einnig þau sem felast í að nýta fleiri kosti svæðisins og samfélagsins til að auka fjölbreytni í atvinnulífi, menningu og þjónustu. Útfærsla þróunaráætlunar og uppbygging er þegar hafin og mun standa yfir næstu áratugina. Með góðu utanumhaldi er þetta verkefni sem íbúar Suðurnesja og þjóðin öll geta notið góðs af til framtíðar.

Ertu með spurningar?